Bio-Kult Original er öflug blanda vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Þórunn G.
Þórarinsdóttir mælir með Bio-Kult Original sem hefur haft góð áhrif á hana.
Þórunn G. Þórarinsdóttir heilsuráðgjafi hefur náð betri heilsu með notkun Bio-Kult Original. „Forsagan er þannig að ég var mjög veik í mörg ár. Ég ákvað að taka málin í mínar hendur og breytti mataræðinu alveg en náði samt ekki alveg fullri heilsu. Ég hóf þá að kynna mér hvað góðir gerlar geta gert fyrir heilsuna. Ég fann eftir mikla leit á netinu og víðar að sennilega vantaði mig einn ákveðinn geril í meltingarflóruna en það er svokallaður jarðargerill (e. Bacillus subtilis). Ég fór að leita að lifandi gerlablöndum hér á landi sem innihalda þennan geril en það virtist ekki vera í neinu nema BioKult Original-vörunni. Ég ákvað að prófa, og viti menn, það varð algjör umbylting á heilsunni hjá mér!“
Engin uppþemba eða ristilkrampi
Bio-Kult Candéa-hylkin geta fyrirbyggt sveppasýkingu í meltingarvegi. Berglind Káradóttir er með óþol fyrir nokkrum fæðutegundum og fékk reglulega ristilkrampa, uppþembdan maga og ógleði. „Ég hef þurft að passa vel upp á mataræðið, ekki síst þegar ég fór í veislur þar sem ég gat ekki vitað hvað var í matnum og fékk krampa í kjölfarið. Eftir að ég byrjaði að taka inn Bio-Kult Candéa breyttist þetta og maginn og ristillinn eru til friðs. Ég tek tvö hylki með morgunmat og ristilkramparnir heyra sögunni til. Ég, systir mín og dóttir tökum allar Bio-Kult með góðum árangri,“ segir Berglind. Bio-Kult Candéa-hylkin virka sem öflug vörn gegn Candidasveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, svo sem munnangur, fæðu óþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.
Bio-kult fyrir alla
Innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkurog sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell McBride.
Bio-kult Advance
Bio-Kult Advance – fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans
Bio-Kult Advance – fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að markmiði að byggja upp öfluga þarmaflóru og styðja við eðlilega virkni ónæmiskerfisins.
Inniheldur 14 sérvalda góðgerlastofna.
Lýsing
Bio Kult Advance – fyrir jafnvægi í þarmaflóru líkamans
Bio Kult Advance er háþróuð og fjölvirk örverublanda sem inniheldur 14 frostþurrkaða og sýruþolna gerlastofna og ein af fáum góðgerlablöndum sem innihalda jafn marga gerlastofna og jafn mikið af rannsóknum á bak við sig.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að Bio-Kult Advance getur m.a. dregið verulega úr einkennum iðrarbólgu (IBS) og ristilkrampa og skv. rannsókn minnkaði tíðni verkjakasta um rúmlega 70%*
- Getur styrkt þarmaflóruna og hentar öllum aldri
- Getur dregið verulega úr einkennum iðrarbólgu (IBS) eða allt að 70% skv. rannsóknum*
- 14 tegundir frostþurrkaðra og sýruþolinna gerlastofna
*4 hylki á dag í 16 vikur
Lifandi gerlastofnar:
- Lactobacillus casei PXN® 37TM,
- Lactobacillus plantarum PXN® 47TM
- Lactobacillus rhamnosusPXN® 54TM
- Bacillus subtilis PXN® 21®
- Bifidobacterium bifidum PXN® 23TM
- Bifidobacterium breve PXN® 25TM
- Bifidobacterium longum PXN® 30TM
- Lactobacillus acidophilus PXN® 35TM
- Lactococcus lactis ssp. lactis PXN® 63TM
- Streptococcus thermophilus PXN® 66TM
- Bifidobacterium infantis PXN® 27TM
- Lactobacillus delbrueckii ssp. bulgaricus PXN® 39TM
- Lactobacillus helveticus PXN® 45TM
- Lactobacillus salivarius PXN® 57TM
- helveticus PXN® 45TM, Lactobacillus salivarius PXN® 57TM.
Hvert hylki inniheldur:
Ábyrgjumst a.m.k 2 milljarða góðgerla í hylki (2 x 109 CFU/hylki), samsvarar 10 milljörðum lifandi gerla í grammi (>1 x 1010 CFU/gramm), þar til geymsluþoli lýkur.
Frekari upplýsingar
Pakkningastærð: | 60 |
---|
Leiðbeiningar um notkun
Takið 1-2 töflur einu sinni til tvisvar á dag með mat.
Opna má hylkin og dreifa út á mat eða bæta í þeyting.
Börn eldri en 12 ára taka eitt hylki á dag með aðal máltíð dagsins.
Börn undir 12 ára – eins og læknir eða hjúkrunarfræðingur mælir með.
Bio-Kult má taka á sama tíma og sýklalyf en við mælum með að Bio-Kult sé tekið 1-2 klst eftir inntöku sýklalyfjanna fyrir bestan árangur. Mælt er með að taka Bio-Kult í að minnsta kosti tvær vikum eftir notkun sýklalyfja er hætt.
Bio-Kult inniheldur soja og mjólk í mjög litlu magni og ætti það ekki hafa nein áhrif á þá einstaklinga sem eru með mjólkur- og/eða soja óþol.
Geymist við stofuhita á þurrum stað og ekki láta standa í beinu sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Steinunn –
Frábær vara.