Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur, jóga- og hugleiðslukennari og stofnandi Kyrrðarjóga hefur glímt við meltingarvandamál um árabil. Hér deilir hún með okkur á sinn skemmtilega hátt sinni reynslu og hvernig hún hefur náð tök á sínum málum.
Sem hjúkrunarfræðingur er ég mjög meðvituð um mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru og góðrar meltingar og því fagna ég allri umræðu um hægðir og klósettferðir fólks. Í gegnum mitt starf og einkalíf hef ég áttað mig á hversu stór partur af heilsu fólks er tengdur meltingarveginum. Mér finnst algerlega nauðsynlegt að hver og einn hugi að sinni „hægðaheilsu“ og sem betur fer er þetta málefni mér engan veginn óþægilegt eða viðkvæmt. Fjölskyldunni minni finnst þó algjör óþarfi að ræða þessa hluti við eldhúsborðið, yfir kvöldmatnum eða fyrir framan gesti og gangandi en mér finnst það hið besta mál og vil leggja mitt af mörkum til að mínar dætur skilji mikilvægi heilbrigðrar meltingar. Það að fara á klósettið og pæla í því sem lendir þar er bara nauðsynlegt heilsutékk. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég á það til að vera með hægðir á heilanum. Ekki í orðsins fyllstu merkingu en svona allt að því. Ástæðan er einfaldlega sú að ég sjálf hef glímt við meltingarvandamál um árabil sem kallast hægðatregða og hefur oft á tíðum gert mér lífið leitt. Ótalmargir einstaklingar á öllum aldri glíma við þennan hvimleiða kvilla og vita nákvæmlega hvað ég er að tala um. Ein líklegasta ástæðan og upphaf þess að ég fæ þessa meltingarkvilla má rekja til sýklalyfjagjafar vegna sýkingar í móðurlífi í kjölfarið á barnsfæðingum. Mikið gríðarlega var ég þakklát fyrir sýklalyfin og endurheimt heilsunnar en eftir sátu þarmarnir með bakteríuflóruna í algeru ójafnvægi og reglubundin hægðalosun heyrði sögunni til. Það er frekar þreytandi þegar ekkert er að frétta og þarmarnir bara í fríi og börnin þín halda að þú sért komin sex mánuði á leið og eigi von á systkini. Það er líka mjög þreytandi að vera alveg stíflaður og finna þreytu og slen byggjast upp í takt við þensluna á kviðnum. Nú fer þetta að verða meira og meira spennandi, frásagnargleði mín fer á flug og ég ætla því að fá að deila með ykkur ferðasögu síðasta árs.
Við fjölskyldan dvöldum á Tenerife í tæpar tvær vikur í fyrra. Ég gerði þau skelfilegu mistök að taka ekki með mér neina góðgerla því ég hélt að hægt væri að kaupa slíkt í næsta heilsuhúsi á eyjunni í Atlantshafi. Ónei, ekki aldeilis. Eyjaskeggjar eru eflaust flestir með fína meltingarheilsu því hvergi fann ég heilsuhús eða apótek sem seldi slíkar gersemar sem meltingarensím og fjölgerlar eru. Að kaupa kröftug laxativ lyf var alveg síðasta sort því ég nennti ekki að ganga í hægðum mínum í fína sundbolnum á ströndinni. Loks á degi sjö í hægðastoppi fann ég einhverja rándýra góðgerlablöndu en þrátt fyrir að hafa klárað alla pakkninguna næstu daga hafði það engin áhrif. Allir gerlarnir greinilega löngu dauðir úr hita og ég hélt áfram að burðast með nokkur kíló af úrgangsefnum sem sátu sem fastast. Ég flaug heim til Íslands töluvert sverari um mig miðja og tilkynnti fjölskyldunni minni að einungis eitt grjóthart lambasparð hafi skilað sér í skálina allt fríið. Þeim fannst ég ekki fyndin!
Ég hef í mörg ár þurft að taka inn góðgerla og ég hef ekki tölu á því hve miklum fjármunum ég hef eytt í allskonar vörur sem stuðla að öflugri og betri meltingu og heilbrigðari þarmaflóru. Sumt virkar og annað alls ekki. Það er því með mikilli ánægju sem ég segi frá reynslu minni af Bio-Kult sem ég hef notað með hléum undanfarin ár en sem ég hef nú gefið meiri gaum og tekið að staðaldri. Ég ákvað í ljósi minnar reynslu og tregðu að taka tvöfaldan skammt í tvær vikur af bæði Bio-Kult og Bio-Kult Candéa. Með því móti náði ég að koma öllu vel af stað og ná jafnvægi. Í dag tek ég ráðlagðan skammt bæði kvölds og morgna og finn að það hefur mjög góð áhrif á meltinguna og garnahljóðin eru fyrir mér kærkominn og ómfagur hljómur. Ennfremur þoli ég betur flestalla fæðu núna.
Bio-Kult fyrir alla
Innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem geta styrkt þarmaflóruna. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.
Bio-Kult Pro-Cyan
Bio-Kult Pro-Cyan – fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans
Bio-Kult Advance – fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að markmiði að byggja upp öfluga þarmaflóru og styðja við eðlilega virkni ónæmiskerfisins.
Inniheldur 14 sérvalda góðgerlastofna.
Lýsing
Bio-Kult Pro-Cyan góður liðsauki í baráttunni gegn óþægindum í þvagrás
Pro-Cyan inniheldur háþróaða þrívirka formúlu af vinveittum gerlum, trönuberjaþykkni og A vítamíni.
Hlutverk gerlanna og A vítamíns er að hjálpa líkamanum við að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. Trönuberjaþykkni er þekkt fyrir eiginleika sína og talinn verja gegn blöðrubólgu, en efni í þeim er talið geta hindrað að E.Coli bakterían nái að að fótfestu í slímhúð þvagrásar og skolar henni út með þvaginu.
- Háþróuð þrívirk formúla gegn þvagfærasýkingum
- Trönuberjaþykkni er talið hindra E. Coli bakteríu í að ná fótfestu í slímhúð þvagrásar
- Sérstakir gerlastofnar, ásamt A vítamíni viðheldur eðlilegri starfsemi þvagrásarkerfis
Lifandi gerlastofnar:
- L. acidophilus PXN 35
- L. plantarum PXN 47
Hvert hylki inniheldur:
- A – vítamín 160 míkrógrömm (20% af ráðlögðum dagsskammti)
- Proanthocyanidins 18 mg (PAC)
Ábyrgjumst 500 milljónir lifandi góðgerla (>5 x 108 CFU/hylki), samsvarar 1,2 milljörðum lifandi gerla í grammi (1,2 x 109 CFU/gramm), þar til geymsluþoli lýkur.
Frekari upplýsingar
Pakkningastærð | 45 |
---|
Leiðbeiningar um notkun
Takið 1 töflu tvisvar á dag með mat.
Börn 5+ er ráðlagt að taka helming af ráðlögðum dagskammti.
Bio-Kult inniheldur soja og mjólk í mjög litlu magni og ætti það ekki hafa nein áhrif á þá einstaklinga sem eru með mjólkur- og/eða soja óþol.
Geymist við stofuhita á þurrum stað og ekki láta standa í beinu sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.