Rannsóknir sýna fram á að inntaka á Bio Kult Original dregur verulega úr einkennum iðraólgu (IBS) og ristilkrampa og tíðni verkjakasta minnka um rúmlega 70%.
Þarmaflóran samanstendur af meira en 1000 tegundum örvera sem vega hátt í 2 kíló. Hún gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að heilsufari okkar, hvort sem um er að ræða líkamlega eða andlega heilsu.
Ójafnvægi á þarmaflóru
Þegar þarmaflóran (örveruflóran) í meltingarveginum verður fyrir hnjaski og það kemst ójafnvægi þar á, koma fram óþægindi sem geta verið af ýmsum toga. Þetta er t.d. :
- Uppþemba
- Brjóstsviði
- Harðlífi/niðurgangur
- Sveppasýkingar
- Blöðrubólga
- Ristilkrampar
- Iðraólga (IBS)
Mataræði, lyf og streita
Það er ýmislegt sem getur valdið ójafnvægi á þarmaflórunni þannig að við finnum fyrir fyrir því. Slæmt mataræði hefur mikil áhrif og eins og alltaf þá eru unnin matvæli og sykur þar fremst í flokki. Lyf eins og sýklalyf, sýrubindandi lyf og gigtarlyf eru slæm fyrir þarmaflóruna og svo getur streita einnig haft alvarlegar afleiðingar í þörmunum, eins og víða annarsstaðar í líkamanum.
Hvað er Iðraólga (IBS)
Iðraólga sem sumir þekkja sem ristilkrampa á sér stað við truflun á starfsemi ristils og smáþarma á þann hátt að í stað þess að dragast reglubundið saman og flytja þannig fæðuna taktfast áfram þá verða samdrættir á mismunandi stöðum ristils og smáþarma samtímis. Þessar truflanir koma oftast í kjölfar máltíða. Afleiðingar þessara óreglulegu samdrátta eru þær að fæðan berst treglegar niður meltingarveginn og frásog vatns truflast með þeim afleiðingum að hægðirnar verða harðar en geta einnig stundum orðið linar eða jafnvel að þunnum niðurgangi. Iðraólgu verður yfirleitt fyrst vart hjá ungu fólki og hrjáir að jafnaði 15-20% fullorðinna en flestir eru
á aldrinum 20-50 ára. Konur eru í meiri áhættu svo og þeir sem lifa við mikla streitu.
Bio Kult minnkareinkenni iðrabólgu
Vísindalegum rannsóknum á þarmaflóru okkar mannanna fleytir hratt fram og þurfum við sífellt að vera að endurskoða viðhorf okkar og sjónarmið því skilningur okkar á hlutverki hennar í líkama okkar er sífellt að aukast. Framleiðendur Bio-Kult gerlana hafa látið gera mikið af tvíblindum, klínískum rannsóknum sem sýna fram á ótrúlega jákvæða virkni gerlanna þegar kemur að því að draga úr þeim einkennum sem nefnd voru hér áður. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á hópi fólks sem þjáðist af iðraólgu og voru þær afar áhugaverðar.
70% minni verkir
Í rannsókninni var 360 manna hóp skipt til helminga og fékk annar hópurinn BioKult Original sem inniheldur 14 mismunandi gerlastofna á meðan hinir fengu lyfleysu (placebo). Tekin voru 4 hylki á dag í 16 vikur áður en árangurinn var metinn. Marktækur munur var á hópunum en iðrarverkir þeirra sem tóku inn Bio Kult Original höfðu minnkað um nærri 70% (samanborið við 47% í samanburðarhópnum). Einnig hafði tíðni verkjakasta hjá Bio-Kult hópnum dregist saman um rúm 70%. Í lok rannsóknar voru 34% þeirra sem höfðu fengið Bio-Kult Original einkennalausir á meðan það voru einungins 13% í samanburðarhópnum.
Geta allir tekið góðgerla?
Ég er mikill talsmaður þess að allir taki inn góðgerla til að hjálpa til við að halda jafnvægi í þörumunum. Fjöldi örvera í meltingarveginum er gríðarlega mikill og það getur verið flókið og dýrt ferli að ætla greina hvert tilfelli fyrir sig nákvæmlega. Sem betur fer eru góðgerlar til inntöku hættulausir og í versta falli verður engin breyting. Það getur einfaldlega þýtt að önnur tegund, samsetning stofna eða magn henti betur.
Bio-Kult Original
Bio-Kult Advance – fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans
Bio-Kult Advance – fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að markmiði að byggja upp öfluga þarmaflóru og styðja við eðlilega virkni ónæmiskerfisins.
Inniheldur 14 sérvalda góðgerlastofna.
Lýsing
Bio Kult Advance – fyrir jafnvægi í þarmaflóru líkamans
Bio Kult Advance er háþróuð og fjölvirk örverublanda sem inniheldur 14 frostþurrkaða og sýruþolna gerlastofna og ein af fáum góðgerlablöndum sem innihalda jafn marga gerlastofna og jafn mikið af rannsóknum á bak við sig.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að Bio-Kult Advance getur m.a. dregið verulega úr einkennum iðrarbólgu (IBS) og ristilkrampa og skv. rannsókn minnkaði tíðni verkjakasta um rúmlega 70%*
- Getur styrkt þarmaflóruna og hentar öllum aldri
- Getur dregið verulega úr einkennum iðrarbólgu (IBS) eða allt að 70% skv. rannsóknum*
- 14 tegundir frostþurrkaðra og sýruþolinna gerlastofna
*4 hylki á dag í 16 vikur
Lifandi gerlastofnar:
- Lactobacillus casei PXN® 37TM,
- Lactobacillus plantarum PXN® 47TM
- Lactobacillus rhamnosusPXN® 54TM
- Bacillus subtilis PXN® 21®
- Bifidobacterium bifidum PXN® 23TM
- Bifidobacterium breve PXN® 25TM
- Bifidobacterium longum PXN® 30TM
- Lactobacillus acidophilus PXN® 35TM
- Lactococcus lactis ssp. lactis PXN® 63TM
- Streptococcus thermophilus PXN® 66TM
- Bifidobacterium infantis PXN® 27TM
- Lactobacillus delbrueckii ssp. bulgaricus PXN® 39TM
- Lactobacillus helveticus PXN® 45TM
- Lactobacillus salivarius PXN® 57TM
- helveticus PXN® 45TM, Lactobacillus salivarius PXN® 57TM.
Hvert hylki inniheldur:
Ábyrgjumst a.m.k 2 milljarða góðgerla í hylki (2 x 109 CFU/hylki), samsvarar 10 milljörðum lifandi gerla í grammi (>1 x 1010 CFU/gramm), þar til geymsluþoli lýkur.
Frekari upplýsingar
Pakkningastærð: | 60 |
---|
Leiðbeiningar um notkun
Takið 1-2 töflur einu sinni til tvisvar á dag með mat.
Opna má hylkin og dreifa út á mat eða bæta í þeyting.
Börn eldri en 12 ára taka eitt hylki á dag með aðal máltíð dagsins.
Börn undir 12 ára – eins og læknir eða hjúkrunarfræðingur mælir með.
Bio-Kult má taka á sama tíma og sýklalyf en við mælum með að Bio-Kult sé tekið 1-2 klst eftir inntöku sýklalyfjanna fyrir bestan árangur. Mælt er með að taka Bio-Kult í að minnsta kosti tvær vikum eftir notkun sýklalyfja er hætt.
Bio-Kult inniheldur soja og mjólk í mjög litlu magni og ætti það ekki hafa nein áhrif á þá einstaklinga sem eru með mjólkur- og/eða soja óþol.
Geymist við stofuhita á þurrum stað og ekki láta standa í beinu sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Steinunn –
Frábær vara.