Sólveig Dalrós hefur fundið mikinn mun á tíðni mígreniskasta eftir að hún fór að nota Bio-Kult Migréa. Hún mælir með því af heilum hug en hún er ótrúlega ánægð og þakklát fyrir betri líðan.
Þarmaflóran gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í heilsufari okkar, hvort sem um er að ræða líkamlega eða andlega heilsu. Gagnlegir stofnar góðgerla geta dregið úr líkum á ýmsum kvillum.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að þarmaflóran gegni lykilhlutverki í samspili þarma og heila (gut-brain-axis) og getur ójafnvægi í þarmaflórunni m.a. tengst ýmsum taugasjúkdómum. Tenging milli tauga- og meltingarfærasjúkdóma getur hugsanlega verið afleiðing aukins gegndræpis í þörmunum þar sem óæskileg
efni frá þeim ná að komast út í blóðrásina og valda ýmiss konar kvillum. Gagnlegir stofnar af örverum í þörmunum gegna lykilhlutverki í að styðja við heilbrigði
meltingarfæranna.
Ójafnvægi á þarmaflóru
Þegar ójafnvægi kemst á þarmaflóruna (örveruflóruna) í meltingarveginum, koma fram óþægindi sem geta verið af ýmsum toga. Þetta er t.d. :
- Uppþemba
- Brjóstsviði
- Harðlífi/Húðvandamál
- Þreyta og eymsli
- Iðraólga (IBS)
- Höfuðverkur
- Einbeitingarskortur
- Mataræði, lyf og streita
Það er ýmislegt sem getur valdið ójafnvægi á þarmaflórunni þannig að við finnum fyrir óþægindum. Slæmt mataræði hefur mikil áhrif og eins og alltaf þá eru unnin matvæli og sykur þar fremst í flokki. Lyf eins og sýklalyf, sýrubindandi lyf og gigtarlyf eru slæm fyrir þarmaflóruna og svo getur streita einnig haft alvarlegar afleiðingar.
Varð skýrari í kollinum
Sólveig Dalrós hefur góða reynslu af af Bio-Kult Migréa en hún hafði þetta að segja;
„Frá því að ég man eftir mér hef ég verið gjörn á að fá mikinn höfuðverk og mígrenisköst. Eftir að ég fór að taka inn Bio-Kult Migréa fann ég fljótt mikinn mun
á mér. Höfuðverkirnir og mígrenisköstin urðu færri og vægari ásamt því að ég fann hversu skýr ég varð í kollinum. Áður fyrr fannst mér ég oft fá hálfgerða heila þoku sem kom út frá mígrenisköstunum sem nú er nær horfin. Ég er ótrúlega ánægð og þakklát fyrir betri líðan og get mælt með Bio-Kult Migréa af heilum hug.“
Bio-Kult Migréa
Bio-Kult Migréa er blanda af 14 góðgerlastofnum sem inniheldur einnig magnesíum og B6-vítamín sem saman stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa. Magnesíum stuðlar einnig að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi á meðan B6 stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og að því að halda reglu á hormónastarfseminni.
Bio-Kult Migréa er ný vara í BioKult góðgerlalínunni sem margir kannast við. Hver vara er einstök og hönnuð til að vinna á eða draga úr ákveðnum einkennum. Migréa, eins og nafnið bendir til, er þróað með það í huga að ná bæði til meltingarfæra og heilastarfsemi. Eins og fram kemur hér að framan eru tengsl milli þarmaflóru og annarrar líkamsstarfsemi vel þekkt og er talið að léleg þarmaflóra geti m.a. haft áhrif á höfuðverki og tíðni þeirra.
Bio-Kult Migréa inniheldur:
- 14 góðgerlastofna (2 milljarðar gerla í hverju hylki)
- B6 – vítamín
- Magnesíum
Hylki og innihald er vegan og hentar einnig fyrir ófrískar konur.
Heilbrigður lífsstíll
Eins og ávallt þá þarf að huga vel að lífsstílnum og tileinka sér heilbrigt líferni. Sofa nóg, hreyfa sig daglega, drekka vatn og borða hreinan og óunninn mat. Forðast óreglu, sykur og áfengi í óhófi og muna að þakka hvern dag og vera glaður. Við getum öll náð ótrúlegum árangri ef viljinn er til staðar.
Bio-Kult Migréa
Bio-Kult Migréa – fyrir tengsl þarmaflóru og tíðni höfuðverkja
Bio Kult Migréa – fyrir tengsl þarmaflóru og tíðni höfuðverkja
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að markmiði að styðja við meltingarveginn og taugakerfið.
Inniheldur 14 sérvalda góðgerlastofna ásamt magnesíum og B6-vítamíni.
Lýsing
Bio Kult Migréa – fyrir tengsl þarmaflóru og tíðni höfuðverkja
Bio-Kult Migréa er háþróuð og fjölvirk örverublanda sem inniheldur 14 gerlastrengi og tugi milljarða gerla ásamt magnesíum og B6, en það tvennt stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa. Rannsóknir benda til þess að magnesíum geti aukið mótstöðu gegn streitu á meðan B6 stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og að því að halda reglu á hormónastarfseminni.
- Getur styrkt þarmaflóruna og stuðlað að eðlilegri starfsemi taugakerfis.
- Getur dregið úr þreytu og lúa.
- 14 tegundir frostþurrkaðra og sýruþolinna gerlastofna.
Lifandi gerlastofnar:
- Lactobacillus casei PXN® 37TM,
- Lactobacillus plantarum PXN® 47TM
- Lactobacillus rhamnosusPXN® 54TM
- Bacillus subtilis PXN® 21®
- Bifidobacterium bifidum PXN® 23TM
- Bifidobacterium breve PXN® 25TM
- Bifidobacterium longum PXN® 30TM
- Lactobacillus acidophilus PXN® 35TM
- Lactococcus lactis ssp. lactis PXN® 63TM
- Streptococcus thermophilus PXN® 66TM
- Bifidobacterium infantis PXN® 27TM
- Lactobacillus delbrueckii ssp. bulgaricus PXN® 39TM
- Lactobacillus helveticus PXN® 45TM
- Lactobacillus salivarius PXN® 57TM
Hvert hylki inniheldur:
- Magnesíum 90 mg (24% af ráðlögðum dagskammti)
- B6 vítamín 8 mg (571% af táðlögðum dagskammti)
Ábyrgjumst a.m.k 2 milljarða góðgerla í hylki (2 x 109 CFU/hylki), samsvarar 10 milljörðum lifandi gerla í grammi (>1 x 1010 CFU/gramm), þar til geymsluþoli lýkur.
Frekari upplýsingar
Pakkningastærð: | 60 |
---|
Leiðbeiningar um notkun
Leiðbeiningar um notkun:
Taktu 1-2 töflur á dag með máltíð. Mælt er með að taka Bio-Kult Migréa í minnst 8-10 vikur til að finna marktækan árangur.
Bio-Kult inniheldur soja og mjólk í mjög litlu magni og ætti það ekki hafa nein áhrif á þá einstaklinga sem eru með mjólkur- og/eða soja óþol.
Geymist við stofuhita á þurrum stað og ekki láta standa í beinu sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.