Skilmálar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vörum til viðskiptavina á vefverslun Artasan ehf. sem er að finna á slóðinni https://Bio-Kult.is og undirsíðum.
Við staðfestingu á pöntun á vefverslun Artasan ehf. þarf að staðfesta skilmála þennan sem myndar þá grunninn að viðskiptum þeim sem framkvæmd eru.
Verð í vefverslun okkar er birt með fyrirvara um villur. Artasan ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna mistaka við verðlagningu eða ef vara reynist uppseld. Öll verð í vefverslun Artasan ehf. eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Afhending vöru
Allar vörur sem seldar eru í vefverslun okkar eru sendar sem pakki með Póstinum á næsta afgreiðslustað Póstsins þar sem viðskiptavinir geta sótt þá. Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er. Vara er ekki send fyrr en greiðsla hefur borist. Pöntunum er dreift af Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Artasan ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send úr vefverslun Artasan ehf. og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. Viðskiptaskilmálar Póstsins má finna hér.
Flutningskostnaður bætist á allar pantanir og birtist um leið og innkaupakarfa er skoðuð. Fast verð fyrir flutning er á öllum pöntunum. Ef upphæð pöntunar fer yfir 10.000 kr. fellur flutningskostnaður niður.
Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan hefur verið afhent flutningsaðila. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Vörum fæst skilað gegn inneign eða úttekt á öðrum vörum, en ekki er endurgreitt. (Er þetta ok?)
Til að nýta sér skilafrest skal kaupandi hafa samband við Artasan ehf. með því að fylla út formið hér til að fá leiðbeiningar um næstu skref.
Artasan ehf. áskilur sér rétt til að hafna ósk um skil á vöru ef ástand hennar uppfyllir ekki ofangreint.
Trúnaður
Artasan ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi vefverslunar Artasan ehf. kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima eða viðskiptavina síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Að öðru leiti vísum við í persónuverndarstefnu Artasan ehf. sem má finna hér.
Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur vefverslunar Artasan ehf. á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.